Aðalfundur Gilfélagsinns
Félags um menningarstarf og menningaruppbyggingu, verður haldinn í Deiglunni Kaupvangsstræti 23 í Listagilinu á Akureyri sunnudaginn 12. maí kl 17.00.
Á dagskránnni eru:
1. Skýrsla formanns.
2. Karólína Baldvinsdóttir um Samlagið Sköpunarverkstæði.
3. Kosning til stjórnar: aðal, vara og meðstjórnendur.
4. Ákvörðun árgjalds fyrir næsta starfsár.
5. Umræður og önnur mál.
Gilfélagið var formlega stofnað 30. nóvember 1991. Markmið félagsins er að efla menningar- og listalíf í bænum, auka tengls almennings við listir og koma á samskiptum norðlenskra listamanna við innlenda og erlenda listamenn.
Starfsemi félagsins hefur verið styrkt af Akureyrarbæ, sem er aðaleigandi húsnæðisins að Kaupvangsstræti 23. Gilfélagið rekstur og umsjón með Deiglunni og gestavinnustofu.
Gilfélagið er á höttunum eftir nýjum gjaldkera í stjórn sem mundi taka við keflinu með haustinu. Eftir auka aðalfund sem fyrirhugaður er 5. október, þar sem reikningar félagsinns verða lagðir fram til samþykktar.
Fundurunn er öllum opin.
Boðið verður upp á léttar veitingar.
Nýir félagar velkomnir.