Vatnslitanámskeið í Deiglunni
Dagana 14. – 19. febrúar heldur myndlistarmaðurinn Guðmundur Ármann tvö vatnslitanámskeið í Deiglunni.

Fyrra námskeiðið hefst Föstudag 14. þá byrjum við kl 16, til 19. Hina dagana kl. 10 til 16.30
Seinna námskeiðið verður í beinu framhaldi á því fyrra, eða mánudaginn 17. febrúar til 19. Við byrjum mánudaginn 17. kl 13 verðum til kl. 16. Hina dagana kl. 13 til 18.
Bæði námskeiðin verða með sama sniði.
Námskeiðslýsing:
Námskeiðið er fyrir byrjendur og þá sem hafa eitthvað fengist við að mála með vatnslitum
Helstu áherslur:
• Almennur undirbúningur, fróðleikur um vatnslitatækni og mismunandi vatnslita pappír, líma upp, eða ekki líma upp.
• Farið verður í vatnslitaaðferðina, að mála vott í vott og velta.
• Umræður um árangur nemenda og um vatnslitatækni oh efni.
ATH. að fullt er á bæði námskeiðin. Hægt er að skrá sig á biðlista hjá Guðmundi, netfang: garman@simnet.is

