Paul Landon
Gestalistamaður Gilfélagsinns í apríl 2024.
Paul Landon skoðar byggt ból. Hann umritar flakk sitt í einstök miðlunarferli: upptöku, klippingu, geymslu og endurgerð. Verk Landons, teikning, ljósmyndun, myndband eða innsetning, skoðar ósveigjanlegt eðli byggingarlistarinnar og tilbúins landslags og staðhæfir þá sem staði markaða gleymdum fyrirheitum, ónýta minnisvarða. Verk hans hafa verið sýnd á alþjóðavettvangi síðan 1984, hann hefur birt fjölda greina og ritgerða bæði á netinu og á prenti frá 2010.
Landon útskrifaðist frá Nova Scotia College of Art and Design í Halifax, Kanada árið 1984 og frá Jan van Eyck lista akademíunni í Hollandi árið 1989. Árið 2016 fékk hann doktorsgráðu í frjálsri myndlist frá Finnsku listaakademíunni í Helsinki. Paul Landon býr og starfar í Montréal, þar sem hann er prófessor í margmiðlun við École des arts visuels et médiatiques of UQÀM.


buildings don’t move, but humans move through them, Video innsetning fyrir þrjár HD varpanir, 2018

Untitled (cinemas), bylgjupappi á við, 3 elements: 10 x 14, 14 x 18, 10 x 14 cm, 2017

Intersections, Ink jet teikning á adhesive polypropylene, 1500 x 300 cm, 2020

Construcción, Bylgjupappi, 20x41x56cm, 2024

Forma, Veggmálverk, l320x240 cm, 2024