Ólíkar leiðir
Vorsýning kvöldskóla listnáms- og hönnunarbrautar VMA opnar í Deiglunni laugardaginn 3. maí kl. 14.00

Í haust var fornámi í sjónlistum í kvöldskóla ýtt úr vör á listnáms- og hönnunarbraut VMA þegar fyrsti nemendahópurinn hóf nám. Hér sýna þau afrakstur vinnu sinnar. Námið fór fram á tveimur önnum. Áhersla var lögð á að opna gáttir inn í heim sjónlista og skapandi verklags og að afrakstur námsins nýtist nemendum við umsókn um nám hvort sem er í listum eða hönnun á háskólastigi.
Þau sem sýna eru:
Anna Maria Rudnicka-Ostrowska
Annette de Vink
Arnar Birgir Ólafsson
Ágústa Jenný Forberg
Guðrún Erla Guðmundsdóttir
Ingibjörg Ósk Pétursdóttir
Lísa Björk Gunnarsdóttir
Mayflor Perez Cajes
Sólveig Hólm Guðmundsdóttir
Hjartanlega velkomin öll
Opið 14-17 laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. maí.
Deiglan, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.