Salon des Refusés
Verið hjartanlega velkomin á opnun Salon des Refusés í Deiglunni, laugardaginn 29. maí kl. 14 – 17.Salon des Refusés, eða Þeim sem var hafnað opnar samhliða Takmarkanir, sýningu Listasafnsins á Akureyri þar sem dómnefnd fer yfir og velur verk á sýninguna.
Opið er á laugar- og sunnudögum kl. 14 – 17 til 6. júní.
Á meðal listamanna eru:
Jónasína Arnbjörnsdóttir (Ína)
Ásta Bára Pétursdóttir
Ásta Hrönn Harðardóttir
Ari Svavarsson
Pia Rakel Sverrisdóttir
Tereza Kociánová
Ormur
Krasstófer
Auðunn Kvaran
Rósa Njálsdóttir
Atli Pálsson
Lárus H. List
Guðrún Hadda
Ólafur Sveinsson
Aníta Björnsdóttir
Kristín Dýrfjörð
Aðalsteinn Þórsson
Arna G Valsdóttir
Ragnar Hólm
Jóna Bergdal
Hlynur Hallsson
Guðrún Ósk Stefánsdóttir
Salon des Refusés vísar í aldagamla sögu myndlistasýninga þar sem listamenn hafa tekið sig saman og sýna verk sem hafa verið hafnað af dómnefndum. Uppruna þessara tegunda sýninga má rekja til sýningar í París árið 1863. Á Salon des Refusés í Deiglunni verða einnig sýnd verk eftir listamenn sem af einhverjum ástæðum sóttu ekki um. Von Gilfélagsins er að sýningarnar í Listagilinu munu veita góða innsýn í hvað listamenn á svæðinu eru að fást við.
_____________________________________________________
Velkomin á Gildag í Listagilinu!
Skoðaðu dagskrá dagsins á www.gildagur.is