Úr handraðanum
Sýning þeirra Hildar og Guðmundar Ármanns opnar í Deiglunni Föstudaginn 13. september kl.16:00.
Á sýningunni “Úr handraðanum” verða sýnd valin grafíklistaverk úr safni Hildar og Guðmundar Ármanns.
Á sýningunni verða yfir 40 grafíklistaverk eftir hina ýmsu grafíklistamenn bæði íslenska og erlenda. Grafíkverkin koma mörg af skiptum við samnemendur og kollega Guðmundar Ármanns í grafíkinni, önnur hafa hjónin keypt á síðari árum. Einnig eru mörg verkanna gjafir frá listamönnum og Safnasafninu á Svalbarðsströnd.
Léttar veitingar við opnun á föstudeginum frá 16-18.
Sýningin er aðeins opin þessa einu helgi, laugardag og sunnudag frá 14-17.
Öll hjartanlega velkomin.
Sýningarstjórar eru Elsa María Guðmundsdóttir og Þorbjörg Guðmundsdóttir.