Ópus á Akureyri
Í Deiglunni á þriðjudag, 2. júlí kl. 20:00
Ljóðskáldið Stefán Bogi Sveinsson sendi í fyrra frá sér ljóðabókina Ópus. Með henni fylgir geisladiskur þar sem höfundur les ljóðin við undirleik Jónasar Sigurðssonar og Ómars Guðjónssonar. Blandan af ljóð- og tónlist skapar nýja upplifun og til verður í raun nýtt listaverk.
Stefán Bogi ætlar að lesa upp úr Ópus í Deiglunni við undirleik ásamt því að segja frá sjálfum sér, skáldskapnum og samstarfinu sem skóp Ópus.
*Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir!
*Tónleikarnir hlutu styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan