Leit að vatni
Myndlistarmaðurinn Joris Rademaker opnar sýningu á nýjum verkum í Deiglunni á laugardaginn 12. ágúst kl. 14.
English text below.
Sýningin stendur 14. – 20. ágúst og er opin frá 14 – 17 alla daga nema mánudaginn 14.ágúst, þá er lokað.
Um sýninguna:
Joris Rademaker
Á gönguferðum mínum á hálendinu safna ég oft greinum og rótum, þar sem mikil hreyfing er sýnileg. Það er eins og vatnið skilji einhver spor eða hreyfingu eftir sig. Þessar hreyfingar í rótunum/greinunum verða að einhvers konar tákni fyrir leit að vatni, leit að lífi, leit að tilgangi. Að leita að einhverju og leitin sjálf er það sem tengir öll verkin á sýningunni saman. Það hefur verið viðfangsefni mitt
síðustu ár.
Til sýnis eru pennamyndir og málverk, þar sem vindáttirnar fá hlutverk. Þrívíddar verkin eru samsett úr greinum, rótum og tré.
Eins og alltaf eru hreyfing og orkan grunnþættir listaverka minna, þar sem ég leita eftir jafnvægi á milli þess figurativa og þess sem er abstrakt í veruleikanum.
Joris (1958) stundaði nám í myndmennt í í Tilburg 1977-83 og í AKI (Akademie voor Beeldende Kunst en Industrie), 1983-86 í Enschede, Hollandi. Joris hefur verið starfandi myndlistarmaður á Akureyri síðan 1991.
Hann hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi, Svíþjóð, í Hollandi og í Þýskalandi. Einnig hefur hann tekið þátt í fjölda samsýninga, s.s. í Listasafninu á Akureyri og Listasafni Reykjavíkur.
“In my art creations I research and play with natures foundation. To create and listen to my intuition is my way of living and to better understand the environment and life itself. The works are often symbolic and both interpret and express emotions, contact and mans relationship with nature in a personal way. Iceland´s untouched nature is a constant source of inspiration to me.
Joris Rademaker (born 1958) studied art in Tilburg in the Netherlands 1977-83 and at AKI, Akademie voor Beeldende Kunst en Industrie, in Enschede 1983-86. He has held several solo exhibitions in Iceland, Sweden, the Netherlands and Germany. He has also participated in numerous group exhibitions such as at
Reykjavik Art Museum and Akureyri Art Museum. Joris has been living in Iceland since 1991.