HEIMA – Gjörningaröð Önnu Richardsdóttur
Gjörningaröð Önnu Richardsdóttur. Um er að ræða trilogíu, þrjá gjörninga sem heita allir HEIMA.
Fyrstu tveir verða fluttir í Deiglunni og eru samstarfsverkefni við Gilfélagið, styrktir af
Akureyrarstofu. Sá þriðji verður fluttur í Naustaborgum á Akureyrarvöku, styrktur af Akureyrarstofu
og Norðurorku.
1. gjörningur í Deiglunni 16. ágúst:
Hvað er HEIMA? Síðasta vetur höfðum maki minn, Wolli, og ég vetursetu á Spáni. Borgin Sevilla
varð okkar aðal heimaborg. Við dvöldum einnig, en skemur, í Barcelona og í litlu þorpi sem heitir
Albarracin.
Þó að við ættum heima á Spáni var Ísland alltaf ofarlega í huga okkar.
Þessi tilfinning “ að eiga heima ” varð okkur mjög hugleikin og við lögðumst í innri rannsóknir um
efnið. Við Wolli fengum ýmsar hugmyndir og þær höfum við þróað áfram í þennan gjörning. Wolli
tók ljósmyndir sem koma inn í verkið.
Þessi gjörningur verður fluttur föstudaginn 16. ágúst kl 20:00 af mér og Wolfgang Frosta Sahr.
Aðgangseyrir 1000 kr, ekki er posi á staðnum.
2. gjörningur í Deiglunni verður 22. ágúst:
Urður Steinunn, dóttir okkar Wolla, hefur dvalið á Spáni undanfarin þrjú ár í námi og er hún nú
útskrifuð sem atvinnudansari. Í lok námsins var hana farið að lengja verulega eftir Íslandi. Við
elskum báðar heimilið okkar, hennar æskuheimili, sem og minningar um æskuheimili mitt, heimili
afa og ömmu hennar. Þetta efni varð okkur innblástur að verkinu. Áki bróðir hennar samdi
hluta af tónlistinni sem við notum. Verkið verður flutt af okkur Urði fimmtudaginn 22. ágúst kl.
20:00 í Deiglunni. Aðgangseyrir 1000 kr, ekki er posi á staðnum.