Úr fórum Alísar – Alice Sigurdsson
Opnun sýningarinnar, “Úr fórum Alísar” verður opnuð föstudaginn 13. ágúst kl. 16:00.
Sýningin stendur til sunnudagsins 22. ágúst.
Allar myndirnar eru til sölu og rennur andvirði þeirra óskipt til Hollvinasamtaka Sjúkrahússins á Akureyri.
Alice (1921-2011) ólst upp við Lake Tahoe, í Sierra Nevadafjöllum í Kaliforníu. Hún útskrifaðist frá California College of Arts and Crafts í Oakland 1944 með BA-próf í grafískri hönnun og með kennararéttindi í myndlist að auki.
Hún vann eitt ár við auglýsingateiknun í San Francisco þar til hún giftist og fluttist til Íslands haustið 1945. Auk húsmóðurstarfa sinnti hún ýmiss konar grafískum verkefnum fyrir einstaklinga, félög og fyrirtæki á Akureyri, einkum Prentverk Odds Björnssonar. Margir kannast við jólamerki kvenfélagsins Framtíðarinnar, sem Alice teiknaði um árabil. Einnig fékkst hún við málaralist, einkum vatnsliti og tók þátt í mörgum málverkasýningum.
Alice var alin upp í nánum tengslum við náttúruna og hér á landi hafði hún yndi afhvers konar útivist. Hún átti alla tíð hesta og naut sýn best á hestbaki í ósnortinnináttúru þar sem flestar mynda hennar urðu til.
Alice hlotnaðist heiðursviðurkenning Akureyrar fyrir framlag sitt til menningarmála í bænum.
Alice (1921-2011) grew up at Lake Tahoe in the Sierra Nevada Mountains in California. She graduated from The California College of Arts and Crafts in Oakland in 1944 with a BA degree in commercial art and a teachers diploma as well.
She worked for one year as a commercial artist in San Francisco before she married and moved to Iceland in the autumn of 1945. Alice pursued a part-time career as a commercial artist in Akureyri, carrying out assignments for local companies and publishers. Many locals will remember the women’s society Framtidin’s Christmas stamps which bore her designs for many years. Additionally, Alice sketched and painted, mostly in water-color, and participated in many exhibitions.
Alice was raised to appreciate nature and she quickly learned to value the rugged environment of her new country. She kept her own horses and never tired of exploring the countryside on horseback where many of her paintings originate.
Alice received an honorary reward from the town of Akureyri for her contribution to art in the municipality.