Jonathan Smith
Gestalistamaður Gilfélagsinns í júlí 2024.
Jonathan Smith býr til óhlutbundin málverk byggð á landakortum og gervihnattamyndum. Hann var hrifinn af kortum, atlösum og Landsat-ljósmyndum frá unga aldri en fyrsta tilraun hans með myndmál kortanna var seint á níunda áratugnum þegar hann var í framhaldsnámi. Í nýjustu mynd-röð sinni, The Look of Our Land, hefur hann þróað verkin með því að nota aðferð sem sameinar tvær ólíkar kortamyndir – önnur á þunnum hrísgrjónapappír sem verður gegnsær við samrunan, hin á þyngra efni (við), plötu eða þungan pappír). Hann þróar síðan áfram þessar myndir með því að nota þunn, gagnsæ litalög (gljáa) og býr þannig til áhrif sem mynna á gler eða gimsteina. Skásettar línur skera í gegnum bútasaum af litum sem grunnur að heildarverkinu.
Jonathan kemur frá svæðinu í kring um Boston, Massachusetts í Bandaríkjunum. Hann hefur kennt málun, grafík og teikningu við sjálfstæðan menntaskóla undanfarin 35 ár. Þetta er fyrsta alþjóðlega vinnustofudvöl hans; Áður hefur hann verið í gestavinnustofu í suðurhluta Kaliforníu árið 2018.
Jonathan hlaut BA gráðu í myndlist við háskólann í New Hampshire og meistaragráðu í myndlist frá City University of New York, Brooklyn College.