Tilraunastofur í myndlist
„Tilraunastofur í myndlist“ er samstarfsverkefni Myndlistafélagsins á Akureyri og Gilfélagsins, þar sem áhugasamir geta komið saman og unnið að listsköpun með það að leiðarljósi að skapa með opnum huga og án verulegrar forskriftar. Vinnan byggist á flæði og skapandi samvinnu og samtali milli fólks, þar sem mætast hefðir og óheft tjáning augnabliksins.
Það er ókeypis inn og opið öllum.
Viðburðirnir hefjast í Deiglunni kl. 19:30.
12 mars verður vatnslitað, 17. mars er módelteikning og þann 24. verður haldið áfram með sammálun sem hófst í rofinu á covidinu síðasta sumar.
Verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrabæjar.Við virðum fyrirmæli Almannavarna um sóttvarnir!