Kynningarnámskeið í klassískri módelteikningu
Astrid Stefánsdóttir verður með tveggja daga kynningarnámskeið í klassískri módelteikningu (croquis) hjá Gilfélaginu í Deiglunni milli kl. 16 og 19. helgina 6.-7. júlí. Á námskeiðinu verða þátttakendur kynntir fyrir croquis og því sem þarf að hafa í huga þegar manneskja er teiknuð upp á takmörkuðum tíma. Astrid lærði klassíska rússneska teikningu í tvö ár í The Drawing Academy í Vilborg.
*Þátttökugjald er 4.500 kr. Innifalið: áhöld og pappír. Takmarkaður sætafjöldi.
*Skráning í netfanginu: flotturfroskur@gmail.com eða í síma: 848-8041.
*Listasmiðjan hlaut styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan