Aðalfundur Gilfélagsins 2019
Aðalfundur Gilfélagsins
verður haldinn í Deiglunni sunnudaginn 26. maí kl. 14:00.
Félagsmenn eru hvattir til að mæta, nýir félagsmenn velkomnir.
Dagskrá fundarins:
Skýrsla stjórnar.
Endurskoðaðir reikningar lagðir fram.
Ákvörðun árgjalds.
Kosning formanns og stjórnar.
Önnur mál.
Breyting á 7. gr laga
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða skriflega með 14 daga fyrrivara og gildir dagsetning póststimpils. Einnig skal auglýsa hann í einum prentmiðli og á veraldarvefnum.. Aðalfundaboði skal fylgja dagskrá og tillögur um lagabreytingar, sem þurfa að hafa borist stjórn félagsins áður en aðalfundarboð er sent út.
Skal verða:
Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maímánaðar ár hvert. Aðalfund skal boða með 14 daga fyrirvara og skal hann auglýstur í einum prentmiðli og á veraldarvefnum. Geta skal þess í aðalfundarboði ef tillögur um lagabreytingar liggja fyrir fundinum og skulu slíkar tillögur hafa borist stjórn áður en aðalfundarboð er sent til birtingar. Gögn fyrir aðalfund, þar með talið lagabreytingatillögur, skulu vera aðgengileg á vefsvæði félagsins 14 dögum fyrir fund.
– Stjórnin