FRESTAÐ – Vinnustofusýning Haraldar Inga
Vegna aðstæðna verður Vinnustofusýningu Haraldar Inga frestað til betri tíma.
Vinnustofusýning í Deiglunni á Akureyri um páskana ( 27. Mars til 4 apríl 2021).
Laugardaginn 27 mars opnar Haraldur Ingi Haraldsson einkasýningu í Deiglunni, Listsýningasal Gilfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Sýningin opnar kl. 14.
Myndirnar eru allar frá vinnustofudvöl HIH í Svarta pakkhúsinu í Reykjanesbæ á síðasta ári. Myndirnar eru hengdar upp á frjálslegan hátt enda ekki verið að setja upp sýningu í eiginlegri merkingu heldur að hengja upp afköst vinnutarnar fyrir listamanninn að meta árangur hennar, samhengi og eða sundurlyndi þess sem ratað hefur frá huga í hendur.
Haraldur Ingi verður að vinna við ýmiskonar dund og frágang á meðan á sýningunni stendur
Sýningin stendur til 4 apríl og er hún opin þegar hún er opin. Helgidagana verður HIH á staðnum frá um 10 á morgnanna og fram til 22 á kvöldin. Vinnudaga vikunnar frá kl 16 og fram eftir kvöldi. Ef hurðin er opin þá er sýningin opin.
Haraldur Ingi er menntaður í myndlist frá Myndlista og Handíðaskóla Íslands og frá AKI Akademie voor Beldende Kunst, Enchede, Holland og Frie Akademie Psykopolis Den Haag, Hollandi.
Hann hefur haldið tugi myndlistasýninga en enga á merkilegri stað en í Rauðahúsinu á Akureyri forðum daga.
Öllum velkomið að koma á sýninguna eða sitja heima. Engin aðgangsaur. Engin boðskort send út .