Grafíkverkstæði í Deiglunni 10. – 12. maí
Fjórtán tíma grafíknámskeið í Deiglunni 10. til 12. maí.
Föstudag kl 12 -18, laugardag-sunnudag 11 til 16
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra undirstöðuna í að gera grafíkmyndir og fyrir þá sem vilja fá tækifæri til að læra að vinna á grafíkverkstæði, og fá tækiffæri til að vinna með góðar grafíkpressur og vönduð verkfæri. Einnig er námskeiðið opið fyrir þá listamenn sem vantar aðstöðu til að vinna með grafískar aðferðir.
Áhersla verður á hæðarprent, tré og dúkristu og hverskonar hæðarprent og einnig planþrykk eins og einþrykk.
Innifalið í námskeiðsgjaldinu er:
- Einn linoleumdúkur A3
- Ein örk grafíkpappír Laurier 250 gr. 56 x 76 sm
- Ein plata furukrossviður A3
Pressur áhöld, efni verkfæri á staðnum. Einnig verður , linoleum dúkur, krossviðsplötur og pappír til sölu á staðnum.
Þeir sem vilja skrá sig sendið póst með nafni og netfangi á garman@simnet.is
Frekari upplýsingar má fá í síma 864 0086. Guðmundur Ármann