Jurtir & Japan
Japönsk blómaskreytingarlist með íslenskum jurtum – teseremónía. Rie Ono og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir sameina þekkingu sína á japönsku blómaskreytingarlistinni Ikebana, íslenskum jurtum, náttúruefnum og íslenskri/japanskri teseremóníu.
Laugardaginn 20. júlí milli kl. 10-14 og sunnudaginn 21. júlí milli kl. 13-19 verður hægt að skoða fögur Ikebana verk Arnbjargar Kristínar og Rie Ono. Milli kl. 19-21 á sunnudeginum gefst fólki tækifæri til að koma, smakka, upplifa og leyfa vitund að sameinast einfaldleika japanskrar temenningar og krafti íslensku jurtarinnar. Arnbjörg skapar náttúrutengda en einfalda hljóðmynd sem mun hljóma og er innblásin af Ikebana.
Verið velkomin í heim einfaldleikans, minna er meira.
Sýningartímar:
Kl. 10-14 Laugardaginn 20. júlí – Ikebana sýning
Kl. 13-19 Sunnudaginn 21. júlí – Ikebana sýning
Kl. 19-21 Sunnudaginn 21. júlí – Teseremónía
*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið