Ljósagull – Barnasýning

ATH: Vegna óviðráðanlegra ástæðna þarf að færa viðburðinn Ljósagull til 14. júlí. kl. 17.
Þriðjudaginn 7. júlí kl. 18:00 – 19:00 í Deiglunni.
Ljósagull er hugljúf en spennandi sýning sem hentar yngri börnum sérstaklega vel. Húlladúllan flytur frumsamið ævintýri og ljær því líf með tindrandi ljósum af ýmsu tagi. Að sýningunni lokinni fá börnin að stíga inn á sviðið og leika að ljósagullum Húlladúllunnar.
Listagilið / Deiglan
*Enginn aðgangseyrir
Skoðaðu fleiri spennandi viðburði á www.listasumar.is
*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri.
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Menningarhúsið Hof, Sundlaug Akureyrar, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið.