The Floating World – Myndlistasýning
Verið hjartanlega velkomin á opnun The Floating World í Deiglunni laugardaginn 24. ágúst kl. 14 – 17. Þar mun gestalistamaður Gilfélagsins í ágústmánuði. Daniel Kyong sýna afrakstur dvalar sinnar. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 25. ágúst kl. 14 – 17.
Daniel Kyong er myndlistamaður sem vinnur skúlptúra og innsetningar. Hún er fædd í Seoul í Kóreu og hefur síðan 2006 haldið fjölda einkasýninga og verið valin og tekið þátt í gestalistastofum um allan heim, þar á meðal Sviss, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Spáni og Kína.
Útgangspunktur verka hennar er áhugi hennar á því sem gæti ekki orðið. Því sem er trúað að sé ekki til en gæti verið til. Hún vinnur með skemmtileg efni sem börn leika sér með, svo sem polymer leir, leikföng og blöðrur og fjallar um þyngri viðfangsefni svo sem líf og dauða, sársauka og þrár, merkingu og gildi í ævintýralegu sniði.
Í heimi þar sem fólk hleypur áfram til að ná því sem það þráir, stendur blaðran sem myndlíking fyrir þessi dýrmætu gildi sem maður getur áttað sig á en að lokum missir það allt loftið. Rétt eins og Litla hafmeyjan breytist að lokum í loftbólur og hverfur, leitast hún við að efast um og rannsaka hverjar eru orsakir þess að svo mörg dýrmæt gildi breytist í aðeins loftbólur.
Sú staðreynd að hún kýs að lýsa þyngd þessara alvarlegu umræðuefna á svo léttan hátt endurpseglar kannski þá staðreynd að heimurinn er að breytast í allt að því yfirborðskenndan stað. Í heimi þar sem fólk sækist eftir ánægju sem virðist töff og smart á meðan það brýtur siðferðisreglur án nokkurar samvisku, þar sem fólk leitar annarar lausnar í “skýjaheiminum” í stað þess að upplifa raunverulega gleði og hamingju samverunnar gæti listin orðið svarið í þessum ruddalega veruleika.
Ímyndaðar verurnar settar inn í rými fléttast saman í sögur um líf hennar og þetta skapar tíma og rúm sem er frábrugðið þessum veruleika. Í þessu skapaða rými opinberar hún líf sitt eins og hún væri að segja frá ævintýri. Tilvist ímynduðu veranna hennar afhjúpar ekki aðeins sannleikann um þætti veruleikans heldur á sama tíma gefur til kynna einhverskonar kjörheim.