Karnival í Listagilinu
Lokaviðburður Listasumars er um helgina.
Loka viðburður Listasumars á Akureyri 2023 er í Listagilinu, sem er viðeigandi. Hér hófust þau líka Listasumrin, fyrir löngu.
Í Deiglunni hefjum við leik kl. 19.30 á föstudaginn með opnun á massífri innsetningu á tónlistarmyndböndum með listafólki sem margt hefur sterka tengingu við gilið. Þáttakendur eru: Egill Logi- Drengurinn fengurinn, Fríða Karlsdóttir, Steinun Arnbjörg Stefánsdóttir, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Brenndu Bananarnir, Tonnatak, Þorsteinn Gíslason, Magnús Helgason, Arna Guðný Valsdóttir, Helgi og Hljóðfæraleikararnir og Aðalsteinn Þórsson. Dagskráin samanstendur af fjölda myndbanda og eiga sumir listamennirnir fleiri en eitt og fleiri en tvö og jafnvel á annann tug sá duglegasti. Sýningin rúllar svo alla helgina og lýkur kl 17 á sunnudaginn.
Á Laugardaginn kl 14 hefst námskeið í grímugerð fyrir börn og eiginlega alla fjöldskylduna. sem stendur til kl. 17.
Um kvöldið verður svo dansað í Deiglunni eins lengi og fæturnir bera. Karnival klæðnaður æskilegur, reyndar fyrir hátíðina alla.
Sunnudagur: Tónlistarmyndbönd í Deiglunni 11 – 17.
Listasumar er gert mögulegt af Akureyrarbæ.