2 x 70
Laugardaginn 8. júlí kl. 13.00 opna þær Sesselja B. Jónsdóttir og Margrét B. Kristbjörnsdóttir málverkasýningu í Deiglunni.
Mágkonurnar Sesselja B. Jónsdóttir og Margrét B. Kristbjörnsdóttir eru nýlega orðnar 70 ára, af því tilefni ákváðu þær að halda sýningu á myndum sem þær hafa að málað undanfarin ár.
Báðar stunduðu þær nám í myndlist við Myndlistarskóla Arnar Inga um ára bil. Auk þess að hafa sótt námskeið hjá myndlistamönnunum Lindu Óla, Guðmundi Ármann og Jónu Bergdal ásamt stöku námskeiðum hjá Myndlistarskóla Akureyrar.
Verkin á sýningunni eru öll unnin með olíulitum og er þetta i fyrsta sinn sem þær stöllur sýna saman opinberlega.
Sýningin er opin laugardaginn 8. júlí og sunnudaginn 9. júlí 2023
kl. 13:00 til 20:00 báða dagana.