Til félagsmanna í Gilfélaginu
Til félagsmanna í Gilfélaginu
Erindið er að kanna hvort félagsmenn eru samþykkir hugmynd stjórnarinnar að í Deiglunni verði sköpuð aðstaða fyrir listamenn, félagsmenn í Gilfélaginu og fyrir aðra listamenn sem óska eftir aðstöðu til að vinna að grafík. Eins og kemur fram á teikningunni þá munum við bæta að mörgu leyti sýningaraðstöðuna, sem sagt hún mun verða áfram fyrir hendi.
Við þurfum síðan að leita til Akureyrarbæjar, Akureyrastofu og kanna hvort þeir séu reiðubúnir til að leyfa þessar breytingar og einnig hvort þeir séu tilbúnir að taka þátt í því átaki með félaginu.
Á ágætum aukaaðalfundi félagsins fékk hugmyndin góðar undirtektir og hún var rædd töluvert. En þar sem á fundinum voru ekki nema hluti félagsmanna viljum við kanna með þessu bréfi hug ykkar.
Við viljum biðja ykkur að láta okkur vita, hafa samband, senda okkur tölvupóst á listagil@listagil.is eða á garmann@vma.is Ef við heyrum ekkert frá ykkur skoðum við það sem samþykki ykkar. Varðandi frekari upplýsingar um verkstæðið má hafa samband við formann Guðm. Ármann á netfangið garmann@vma, eða hringja í síma 864 0086
Samkvæmt markmiðum Gilfélagsins, eins og þau eru skilgreind í lögum félagsins fellur þessi hugmynd fullkomlega að þeim markmiðum.
Úr lögum Gilfélagsins:
- gr Markmið félagsins er að efla listsköpun og listflutning með því m.a. að skapa lista- og handverksfólki aðstöðu til að iðka list sína og búa því sem best athvarf til að sýna hana og flytja.
gr Markmið sínu hyggst félagið ná með því að:
a) Standa að rekstri gestavinnustofu með og í samvinnu við Akureyrarbæ. Um þann rekstur gildir sérstök reglugerð.
b) Stuðla að betra upplýsingaflæði um listir og listastarfsemi ásamt bættu skipulagi listmiðlunar og aukinni umfjöllun um listir í fjölmiðlum.
c) Eiga samstarf við samtök listamanna og félög sem hafa sköpun, flutning og sýningu listar á stefnuskrá sinni.
d) Stefna að því að Akureyri verði eftirsókarverð listvin.
Áætlað er að setja upp tvær grafíkpressur, fyrir hæðarprent og djúpþrykk. Með tilheyrandi vinnuaðstöðu fyrir þá tegund grafíkur, (Sjá teikningu).
Nokkrar breytingar þarf að gera á húsnæðinu eins og, koma upp stórum vöskum, færa millirými í andyri, byggja palla yfir stallana í Deiglunni. Einnig þarf að opna dyr úr núverandi skrifstofurými (þar sem Norræna upplýsingaskrifstofan var) inn í sal þar sem þrykkvélarnar verða staðsettar.
Þessi tæki, tvær grafíkpressur með tilheyrandi áhöldum stefnir Gilfélagið að útvega ásamt innréttingum: Hillur, vinnuborð, rekka fyrir efni og áhöld ásamt pappírsgeymslum.
Akureyri á haustmánuðum 2016
Með kærri kveðju
Stjórn Gilfélagsins
Hægt er að smella á myndina til þess að stækka hana.