Salon des Refusés – Myndlistasýning
Verið hjartanlega velkomin á opnun Salon des Refusés í Deiglunni, laugardaginn 18. maí kl. 14 – 17.
Salon des Refusés opnar samhliða Vori, sýningu Listasafnsins á Akureyri þar sem dómnefnd fer yfir og velur verk á sýninguna.
Salon des Refusés vísar í aldagamla sögu myndlistasýninga þar sem listamenn hafa tekið sig saman og sýna verk sem hafa verið hafnað af dómnefndum. Uppruna þessara tegunda sýninga má rekja til sýningar í París árið 1863. Á Salon des Refusés í Deiglunni verða einnig sýnd verk eftir listamenn sem af einhverjum ástæðum sóttu ekki um. Von Gilfélagsins er að sýningarnar í Listagilinu munu veita góða innsýn í hvað listamenn á Norðurlandi eru að fást við.
Á meðal listamanna eru:
Aðalsteinn Þórsson
Anita Lind
Anna Benkovic
Dagrún Matthíasdóttir
Guðmundur Ármann Sigurjónsson
Guðrún Hadda Bjarnadóttir
Helgi Þórsson
Ína Arnbjörns
Jóna Bergdal
Karólína Baldvinsdóttir
Kristín Dýrfjörð
Ólafur Sveinsson
Thora Karlsdóttir
Tryggvi Zophonias Pálsson
Sýningin mun standa til miðvikudagsins 22. maí, opið alla daga kl. 14 -17.