Salon des refuses, þeim sem var hafnað
Samsýning norðlenskra myndlistamanna í Deiglunni opnar 2. júní kl. 19.00
2. Júní næstkomandi opnar sýning þeirra sem var hafnað Salon des refuses, samsýning norðlenskra listamanna í Deiglunni, sal Gilfélagsins að Kaupvangsstræti 23. Þennann sama dag opnar samsýning norðlenskra listamanna Afmæli í listasafninu handan götunnar. Þar er sótt um og valið inn. Hjá okkur í Deiglunni er öllum heimil þáttaka, þetta veisla fyrir alla.
Það er einfaldlega tilgangur sýningarinnar í Deiglunni að sýna allann ísjakann ekki bara toppinn. Þessi sýning er síður en svo til höfuðs sýningunni í listasafninu. Þessi sýning er til þess að gefa breiðari mynd af því mikla starfi og allri þeirri fjölbreitni sem er unnin er í sjónlistum á svæðinu.
Eftirfarandi listamenn eiga verk á sýningunni: Anna Maria Rudnicka Ostrowska, Arna G. Valsdóttir, Atli Tómasson, Ásta Bára, Díana Rós Brynjudóttir, Elísabet Asgríms, Fanný María Brynjarsdóttir, Guðmundur Ármann, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Guja Nóa, Hadda, Helgi Þórsson, Ingiríður Sigurðardóttir, Jóna Bergdal, Jónasína Arnbjörns, Karólína Baldvinsdóttir, Kristín Dýrfjörð, Máni, Ólafur Sveinsson, Ragnar Hólm, Rósa Njálsdóttir, Sara Kwiek, Sara Sif Kristinsdóttir, Sigmar Jósepsson, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Þórarinn Örn Egilsson.
Sýningin Opnar 2. júní kl. 19:00-22:30
Sýningin er opin 2. – 11. júní alla dagana frá 14 – 17.