Middle Ground
Myndlistarsýning Nadya Steare opnar þriðjudaginn 19. júlí. kl. 11.00 í Deiglunni
Nadya Steare (f. 2001) er bandarískur myndlistamaður sem vinnur með blandaðri tækni. Hún er núverandi BFA kandídat við George Mason háskólann. Ferðalag hennar í átt að sjálfbæru lífi endurspeglast í endurvinslu og notkunnar jarðefna við listsköpun. Með það að markmiði að skapandi iðja hennar snúist að fullu um náttúrulega valkosti.
Verkið á sýningunni, var unnið á meðan vinnustofudvöl hennar í Listasafni Akureyrar stóð yfir. Í því rannsakar hún mörk milli siðmenningarinnar hins óbyggða. Hvar liggja mörk og hvað er handan þeirra?
Sýningin er opin 19. – 21. júlí frá 11.00 – 19.00.