Í grænni lautu – Myndlistarsýning
Verið velkomin á opnun Í grænni lautu, myndlistarsýningu Anítu Lindar, laugardaginn 2. júní í Deiglunni, Listagili kl. 13.
Til sýnis verða teikningar af íslenskum fuglum og farfuglum sem eiga leið hjá unnar með vaxpastel á pappír.
Aníta Lind hefur haft dálæti af sköpun frá ungum aldri og sótt fjölmörg myndlistanámskeið í gegnum tíðina, þar á meðal við Myndlistaskólann á Akureyri. Hún hefur stundað nám við myndlistabraut í Verkmenntaskóla Akureyrar og lokið Grunnámi í kennslufræðum við Háskóla Akureyrar, en sérhæfði sig í myndlistarkennslu í Háskóla Íslands. Anita hefur áður tekið þátt í samsýningu og sýningu skóla í námi sínu. Þetta er því fyrsta sýning hennar á eigin vegum.
Opnunartímar:
Lau 2. Júní, 13:00-21:00
Sun. 3. Júní, 13:00-18:00
Lau. 9. Júní, 13:00-21:00
Sun. 10. Júní, 13:00-18:00
Nánari upplýsingar veita
Aníta Lind Björndóttir S: 861-4096
Torfi Franklín S: 857-7770