Fréttir

Aðalfundur Gilfélagsins

Aðalfundur Gilfélagsins Verður haldinn í Deiglunni laugardaginn 19. maí 2018, kl. 14. Félagsmenn hvattir til að mæta, nýjir félagsmenn velkomnir Fastir dagskrárliðir eru: Skýrsla stjórnar. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram. Ákvörðun árgjalds. Kosning formanns og stjórnar. Önnur mál. Stjórnin

Opinn fundur um menningu og listir í Ketilhúsi

Opinn fundur um menningu og listir Gilfélagið og Myndlistarfélagið í samvinnu við Listasafnið á Akureyri, efna til opins fundar um stefnu og markmið framboða til bæjarstjórnarkosninga á Akureyri í málaflokknum um menningu og listir. Öllum framboðum vegna sveitarstjórnakosninga...

Thomas Colbengtson

Tomas Colbengtsson er Sami frá Björkvattenet, Tärnaby í Norður-Svíþjóð, en það er á sömu breiddargráðu og Akureyri. Árin 1998 og 2010 var hann gestalistamaður við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi og nú um stundir kennir hann við Konstfack, listaháskólann í...

Evtede/Reki – Myndlistarsýning

Verið velkomin á opnun Evtede/Reki, myndlistarsýningu Tomas Colbengtson í Deiglunni, Akureyri, kl. 15 laugardaginn 5 maí. Léttar veitingar í boði og listamaðurinn verður á staðnum. Sýningin verður opin 5. – 13. Maí 2018 kl. 14 – 17 alla daga....

Til félagsmanna í Gilfélaginu – Aðalfundarboð

Til félagsmanna í Gilfélaginu, Nú líður að aðalfundi félagsins, sem verður 19. maí í Deiglunni kl. 14. Einn stjórnarmaður mun ganga úr stjórninni, að öðru leiti gefa sitjandi stjórnarmeðlimir kost á sér til áframhaldandi setu. Á aðalfundinum mun...

Hinsta Brot Norðurslóða – Gjörningur

Hinsta brot Norðurslóða Gjörningur í Deiglunni á Degi Jarðar Nemendur í Heimskautarétt við Háskólann á Akureyri munu túlka sinn skilning á ástandinu á Norðurslóðum og sýna gjörning í Deiglunni kl. 16, sunnudaginn 22. apríl, Degi Jarðar. ⹂Við erum...

Ætlist – Listasmiðja fyrir smábörn

Sunnudaginn 22. apríl kl. 12 – 13 í gestavinnustofu Gilfélagsins. Listasmiðja fyrir smábörn á aldrinum 5 – 11 mánaða með finnsku listakonunni Marika Tomu Kaipainen. Í þessari listasmiðju eru börnunum gefin málning sem er búin til úr grænmeti...

Ljóðaboð

Sóknarskáld í samstarfi við Gilfélagið bjóða í LJÓÐABOÐ í Deiglunni á Akureyri, sunnudagskvöldið 15. apríl klukkan 20:00. Opið ljóðakvöld þar sem allir eru velkomnir að flytja og lesa ljóðin sín. Skúffuskáld, stórskáld, níðvísur og ástarljóð öll velkomin. Sóknarskáld...

Marika Tomu Kaipainen

Gestalistamaður aprílmánaðar 2018. Marika Tomu Kaipainen (f.1972) er hugmynda-, félags-, og samfélagslistamaður, myndlistakennari og listþerapisti frá Helsinki í Finnlandi. Hún hlaut Master í Fagurlistum frá Art Institute Satakunta University of Applied Sciences í Finnlandi árið 2017. Meistararitgerðin hennar...