Dana Neilson
Dana Neilson er kanadískur myndlistarmaður sem er búsett í Helsinki, Finnlandi. Hún er lærður ljósmyndari en vinnur einnig með keramik, skúlptúr og vídeolist. Þema verka hennar er samband fólks við umhverfi sitt og hvernig ytra umhverfi hefur áhrif á innra sjálf. Í augnablikinu er útgangspunkturinn spurningin, hvað er náttúrulegt við mannlegt eðli? Regla á móti óreglu (menning á móti náttúru) og keramik frá grunni. Dana mun útskrifast með mastersgráðu í myndrænni menningu og nútímalist frá Aalto háskólanum í Finnlandi. Verk hennar hafa verið sýnd í Kanada og Finnlandi og á næstunni mun hún sýna í fleiri löndum.
Sem gestalistamaður Gilfélagsins mun Dana halda áfram með rannsókn sína á hráefnum fyrir keramikglerunga og að víkka út möguleikana sem fundið efni hefur, efni fundið á götunni, ströndinni eða við vegkantinn. Lokaútkoman verða keramikportrett af Akureyri og nágrenni úr grjóti og öðru fundnu efni.
Dana Neilson mun sýna afrakstur dvalar sinnar í Deiglunni 23. – 24. júní kl. 14 – 17.