Thomas Colbengtson
Tomas Colbengtsson er Sami frá Björkvattenet, Tärnaby í Norður-Svíþjóð, en það er á sömu breiddargráðu og Akureyri. Árin 1998 og 2010 var hann gestalistamaður við Konunglega Tækniháskólann í Stokkhólmi og nú um stundir kennir hann við Konstfack, listaháskólann í frjálsum listum, handverki og hönnun, einnig í Stokkhólmi, en þaðan lauk hann námi sínu 1991.
List sína byggir Tomas Colbengtson á minni um samiskan uppruna sinn, upplifun frá náttúru hinna norður-sænsku fjallaheima. Það hefur sett svip sinn á list- og feril hans sem listamanns. Hann vinnur myndverk sín í Grafík, málverk og skúlptúr í járn og gler, sem hann mótar og gerir á sinni listræna hátt sem speglar bæði nútímann og sögulegan- félagslegan veruleika. Listin endurspeglar reynslu af tungumála- og trúbragðaafneitun, sem og rannsóknum sem bera með sér kynþáttafordóma og lítisvirðingu fyrir samiskum söng, Joiki. Þau atriði, ásamt öðrum aðferðum sem ríkisvald beitir til að hafa vald yfir fólki og landi frumbyggja.
Colbengtson hefur langa reynslu af listrænni starfsemi, hann hefur auk sýninga í Noregi og Svíþjóð, þessu ári einnig sýnt á Grænlandi og Færeyjum. Áður hefur hann sýnt bæði í Bandaríkjunum, Japan, Þýskalandi, Brasilíu, Frakklandi, Rússlandi. Þetta er í fyrsta sinn sem Colbengtson sýnir á Íslandi
Tomas Colbengtson mun dvelja í gestavinnustofu Gilfélagsins í maí mánuði, en hann hlaut verðlaun, dvöl í gestavinnustofu Gilfélagsins og sýningu í Deiglunnu á GraN, grafíksýningu í Listasafninu á Akureyri 2015. Þetta var framlag Gilfélagsins til GraN, Grafík Nordica verkefnisins.