Þetta er tilvalið tækifæri – Ljóðaboð
Þetta er tilvalið tækifæri. Tilvalið tækifæri sem að ekki er á hverju strái.
Þann 24. júní kl. 20 halda Sóknarskáld ljóðaboð, og það ekkert venjulegt ljóðaboð. Sóknarskáld koma upp hárréttu andrúmslofi fyrir alla þá sem þrá að verða fyrir andagift í amstri dagsins og jafnframt alla þá sem vilja stíga á stokk með eigin skáldskap. Sviðið og míkrófónninn verða opin í 4 tíma, skáld og gestir geta komið og farið, rétt rekið inn nefið eða setið sem fastast frá byrjun. Þetta eru kjöraðstæður, hversdagslegt og kaffihúsastemming, svið með opna arma. Tilvalið fyrir fjölskyldur jafnt sem pönkara.
Alveg hreint tilvalið í alla staði.
Stjörnurnar standa líka rétt fyrir þá sem ekki búa hér í bæ Davíðs Stefánssonar. Ljóðakvöldið verður sent út í beinni útsendingu á netinu og geta jafnvel skáld annars staðar, í öðrum sóknum, víddum, sveitarfélögum og sýslum sent Sóknarskáldum ljóð sem þurfa að komast útí kosmósið og verða þau ljóð lesin upp út í gegnum kvöldið.
Þetta er akkúrat fyrir þig.
Sóknarskáld er félagsskapur tveggja ungra skálda í Eyjafjarðarsókn sem vilja blása lífi í ljóðið og bjóða lýðnum í birginn. Markmiðið er að skapa vettvang fyrir fólk til að flytja og bera út eigin skáldskap. Það er mikilvægt að plægja akurinn fyrir fleiri og meiri ljóð í þessum bæ Davíðs Stefánssonar.