Stjórnarfundur 13. júní 2018
Stjórnarfundur í Deiglu 13.06.18 kl. 17- Fyrsti fundur nýrrar stjórnar starfsárið 2018/19
Mætt eru Guðmundur Ármann, Aðalsteinn, Ingibjörg, Sigrún Birna og Heiðdís á netinu.
- Stjórnin skiptir með sér verkum
Stjórnin skiptir með sér verkum. Guðmundur formaður, Sigrún ritari, Ingibjörg gjaldkeri, Heiðdís og Ívar meðstjórnendur, Sóley og Aðalsteinn varamenn. Þóra Karls og Kristján Helgason eru skoðunarmenn reikninga. - Gestavinnustofa umsóknir
Opið er fyrir umsóknir um gestavinnustofuna 15.06-01.08. 2018. Búið er að fá Ólaf Sveinsson, Örnu Valsdóttur og Sóley Stefánsdóttur til að velja úr umsóknum. Erlendir listamenn greiða kr 650 EURO. Ákváðum að í íslenskum kr. 70.000,- yrði það svo við þyrftum ekki að eltast við gengið. Ingibjörg tekur á móti júlí gestinum. Aðalsteinn tekur á móti ágúst gestinum. Sem ætlar að sýna tvær helgar (3ju og 4ðu) Undanfarnir gestir hafa verið ansi fyrirferða miklir. Þannig að hugsanlega þurfa fleiri úr stjórn að vera til taks. Og við að setja skýr mörk. - Undirbúningur fyrir fund með Akstofu og Umhverfis- og mannvirkjasviði.
Förum yfir greinagerð um rök og ástæður fyrir því að við viljum hafa grafíkverkstæðið í Deiglu en ekki í Ketilhúsi. Aðalsteinn spyr hvort listasafnið ætli ekki að hafa tekjur af því rými. Þessi gögn þurfa að vera tilbúin fyrir fund með Akureyrarstofu og Umhverfis og mannvirkjasviði. Guðmundur hefur samband v/Ingólf hjá Kollgátu v/kostnaðaráætlunar til að fullvissa okkur að við séum með réttar tölur. - Önnur mál
- Guðmundur greiddi kr. 11.000,- í sendingarkostnað vegna verka Tomasar K. Ákváðum að Gilfélagið greiddi þann kostnað. Þar sem hann var hér í boði okkar.
- Guðmundur ætlar að gera salinn kláran fyrir næstu sýningu.
- Ingibjörg og Elísabet finna sér tíma til að hittast og setja nýjan gjaldkera inn í starfið.
Fundi slitið kl. 18:10
Breyting 26/06/2018: Ranglega stóð að Sóley væri meðstjórnandi og Heiðdís varamaður en rétta er að Sóley er varamaður og Heiðdís meðstjórnandi.