Fundargerð aðalfundar 16. maí 2021
Fundargerð 30. aðalfundar Gilfélagsins, Kaupvangsstræti 23, Akureyri frá 16. maí 2021
Fundinn var opinn fundur, hann sátu fyrir hönd stjórnar Guðmundur Á Sigurjónsson, Aðalsteinn Þórsson, Ingibjörg Stefánsdóttir og Arna G. Valsdóttir auk gesta.
Dagskrá:
1 Fundur settur og val fundarstjóra
2 Skýrsla stjórnar
3 Gerð grein fyrir reikningum félagsins
4 Umræður um skýrslu og reikninga
5 Ákvörðun um árgjald
6 Kosningar
7 Samþykktir, stjórnartillaga lögð fram
8 Umræður
9 Önnur mál
- Fundarstjóri var kosin Þóra Karlsdóttir.
- Guðmundur Ármann fór yfir sögu félagsins og flutti skýrslu stjórnar (sjá vefsíðu.)
- Ingibjörg Stefánsdóttir fór yfir ársreikning (sjá vefsíðu). Fram kom að staða reikninga er sterk þrátt fyrir verulega skertar tekjur vegna heimsfaraldursins.
- Gerður var góður rómur að skýrslu formanns og ársreikningur samþykktur.
- Það kom fram tillaga um að hækka árgjaldið um 1000 krónur og var hún samþykkt. Árgjald verður nú 3.500 kr.
- Tölverðar breytingar urðu á stjórn félagsins. Fyrst ber að nefna að Guðmundur Ármann hættir sem formaður félagsins, einnig fór Ívar Freyr Kárason úr stjórn. Aðalsteinn Þórsson var kosinn nýr formaður og flyst úr ritara, Arna G. Valsdóttir flyst úr varastjórn og verður ritari. Nýjar í stjórn eru Erika Lind Ísaksen sem meðstjórnandi og Tereza Kociánová sem verður varamaður í stjórn. Endurskoðendur reikninga Þóra Karlsdóttir og Kristján Helgason gefa kost á sér áfram. Allar breytingar voru samþyktar einróma.
- Samþykkt var eftirfarandi stjórnartillaga:
Aðalfundur samþykkir að fela stjórn félagsins að gera samning við Akureyrarbæ þar sem haldið verður til haga hagsmunum og vilja félagsins til að gera nauðsynlegar breytingar á Deiglunni, Opið grafíkverkstæði og að sjá til þess að krafa bæjarins um leigu verði þá tekið tillit til framlags félagsmanna í gegnum árin. Þjónustu við Listasumr, A Gjörningarhátíð, Akureyrarvöku. Ásamt að sjálfboðavinna félagsmanna vegna húsvörslu, minniháttar viðhalds og hreingerningar. Að framlag Gilfélagsins til uppbyggingar á Deiglunni, skrifstofurýminu og gestavinnustofunni verði viðurkennt eins og kemur framm í ársreikningi félagsins 1992/3.
Halda þarf auka aðalfund til að fá þessa tillögu samþykkta og verður hann haldinn með haustinu. - Umræður spunnust um uppsetningu grafíkverkstæðis, sem hafa verið samþykktar af Akureyrarstofu en enn ekki fengist vilyrði fyrir frá Umhverfis og mannvirkjasviði bæjarinns og er sá seinagangur harmaður.
- Rædd var breytt staða varðandi lán á húsnæði til bæjarins eftir að félagið er farið að borga Akureyrabæ leigu og hvernig bregðast eigi við henni.
Guðmundur Ármann flutti þakkarorð til félaga og stjórnar. Stjórn Gilfélagsins þakkar honum ómetanlegt framlag ttil starfsemi félagsins frá fyrstu tíð og er reiknað með að Guðmundur hafi ekki sagt sitt síðasta orð í þeim efnum.
Látið ritara vita ef eitthvað orkar tvímælis í við fundargjörðina.