Aðalfundargerð 19. maí 2018
Aðalfundur Gilfélagsins
26. aðalfundur Gilfélagsins haldinn í Deiglunni 19. maí 2018 kl 14:00
Úr stjórn voru mætt: Guðmundur Ármann Sigurjónsson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ívar Freyr Kárason og Sigrún Birna Sigtryggsdóttir
- Formaður lagði til að fundarstjóri yrði Ívar Freyr Kárason og fundarritari Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, var það samþykkt.
- Skýrsla stjórnar
Guðmundur Ármann formaður flutti skýrslu stjórnar og sagði frá viðburðaríku starfsári Gilfélagsins. Starfsemin hefur nú einkum snúist um fjóra þætti:
-
- Að reka og skipuleggja viðburði í Deiglunni.
- Að halda utan um og úthluta listamönnum dvöl í gestavinnustofunni.
- Að skipuleggja, styðja við ýmis verkefni og stuðla að samstarf um listviðburði af margvíslegum toga.
- að undirbúa opið grafíkverkstæði.
- Endurskoðaðir reikningar félagsins.
Ingibjörg Stefánsdóttir fór yfir ársreikning Gilfélagsins í fjarveru Elísabet Ásgrímsdóttur gjaldkera.
- Umræður um lið 2 og 3. Stuttar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
Karl Jónas Thorarensen kom með þá hugmynd að Gilfélagið léti gera póstkort sem yrði til sölu til ágóða fyrir félagið, auk annara hugmynda um fjáraflanir. Spurt var út í mismun milli ára á leigutekjum vinnustofu, skýrist hann, annars vegar af því að færri „tvöföld“ vinnustofutímabil voru á þessu ári, óvænt forföll urðu á þessu ári en ekki fyrra ári. Hins vegar voru einhverja leigutekjur færðar sem framlög og koma til hækkunar á þeim lið þetta ár. Að loknum umræðum voru skýrsla stjórnar og ársreikningur samþykkt einróma.
- Ákvörðun um árgjald.
Stjórn lagði til að árgjaldið hækkaði um 500 kr og yrði kr 3000. Var það samþykkt.
- Kosningar
Kosið var um tillögu stjórnarinnar að Guðmundur Ármann Sigurjónsson yrði áfram formaður Gilfélagsins.
Það var samþykkt einróma.
Elísabet Ásgrímsdóttir gekk úr stjórninni og þakkar stjórn henni vel unnin störf í þágu félagsins. Í hennar stað lagði stjórn til að kæmi Aðalsteinn Þórsson. Var hann kosinn einróma. Að lokum var kosið var um tillögu stjórnar að aðrir stjórnarmenn verði þeir sömu og verið hafa. Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Ingibjörg Stefánsdóttir og Sigrún Birna Sigtryggsdóttir. Varamenn verði Ívar Freyr Kárason og Sóley Björk Stefánsdóttir. Var það samþykkt. Ný stjórn mun skipta með sér verkum á fyrsta fundi.
- Önnur mál.
- Grafíkverkstæðið – Guðmundur útskýrði nokkur atriði um breytingu á húsnæði fyrir fundarmönnum.
- Ályktun aðalfundar: Aðalfundur Gilfélasins 2018 ályktar að starfsmaður í hlutastarfi yrði mikil lyftistöng fyrir félagið og felur stjórn að skoða þann möguleika.