Pierre Leichner
Gestalistamenn Gilfélagsinns í október 2025
Á meðan við lifum á tímum fordæmislausrar velmegunar eru fátækt og hungur enn veruleiki.
Við erum í auknum mæli meðvituð um umhverfi okkar, en höldum samt áfram að eyðileggja
það. Þrátt fyrir umtalsferðar framfarir í skilningi okkar á sjúkdómum eigum við í erfiðum
með að veita einstaklingsmiðaða umönnun og tala fyrir bættri heilsu. Að sinna listum ýtir
undir betri heilsu og vellíðan einstaklinga og samfélags. Það er því nauðsynlegt að listafólk
vinni með sínu umhverfi og samfélagi til að kanna þau heilbrigðisvandamál sem standa
frammi fyrir okkur.

Árið 2002 hætti Pierre Leichner sem geðlæknir við háskóla eftir þrjátíu og fimm ára
starf, til þess að hefja listnám við Emily Carr-háskólann í Vancouver. Þar með sleit hann sig
frá því sem hann áleit afmennskað heilbrigðiskerfi og lét gamlan draum rætast. Á meðan
náminu stóð áttaði Pierre sig á þeim fjölmörgu hliðstæðum innan vísinda og lista, sem bæði
leitast við að skoða grundvallarstoðir í mannlegu lífi. Hann áttaði sig einnig á að listin hafði
misst vægi sitt sem tæki til skilnings, en hann hafði færst heldur til vísinda, viðskipta og
skemmtunar.

Eftir að hafa lokið MA-gráður í fagurlistum og skúlptúr við Concordia-háskólann í
Montreal árið 2011 helgaði hann sig listinni algerlega. Árið 2017 kom hann á fót hátíð í
Vancouver, tileinkaðri utangarðslist (Vancouver Outsider Arts Festival), þar sem áherslan er á
jaðarsetta listamenn og er hann enn listrænn stjórnandi. Þá er hann einnig meðlimur í
Connection Salon kollektífinu og situr í stjórn Community Arts Council í Vancouver.

Nýjustu verk Pierre, sem sjóða saman vísindi og listir, sýna glögglega þverfaglegar
aðferðir hans. Málverk hans, máluð á hurðir, skoða t.a.m. þyngdarbylgjur og svarthol, á
meðan BioArt-verkin hans þar sem ánamaðkar koma við sögu fordæma þau neikvæðu áhrif
sem íðefni í landbúnaði hafa á frjósemi jarðvegs. Sem einskonar menningarleg málamiðlun
undirstrika hverfular innsetningar þörfina fyrir að tengjast á ný við náttúruna, á meðan sería
af hand- og fótskúlptúrum takast á við félagspólitískar áskoranir innflytjenda og flóttamanna.
Sem meðlimur Connection Salon samvinnuhópsins stendur hann fyrir The Art Talks in Plain
English seríuna, til að gera þekkingu lýðræðislega og færa akademíska listheiminn nær
samfélaginu.

