Einar Óli – Tónleikar
Þriðjudaginn 30. júlí kl. 20.
Einar Óli, laga- og textasmiður hlaut styrk frá Listasumri og verður með tónleika í Deiglunni. Lögin hans eru í fljótandi indie/pop stíl með smá dass af mjúku rokki inn á milli. Í textunum segir hann sögur af reynslu sinni eða vina sinna, þó stundum einfaldlega pælingar um lífið og tilveruna. En aðal markmið textanna er að sem flestir nái að tengja og búa til sína eigin sögu í hausnum á sér.
*Enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir.
*Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri
Samstarfsaðilar Listasumars eru:
Akureyrarbær, Listasafnið á Akureyri, Minjasafnið á Akureyri, Rósenborg, Gilfélagið, Sundlaug Akureyrar, Öldrunarheimilið Hlíð, Iðnaðarsafnið, Amtsbókasafnið á Akureyri, Bílaklúbbur Akureyrar, Geimstofan, Myndlistarfélagið