Kúlur, Karólína Baldvinsdóttir sýnir í Deiglunni.
Myndlistarsýning Karólínu Baldvinsdóttur opnar föstudaginn 16. febrúar kl 19.00.
Opnar föstudaginn 16.febrúar, opið laugardag og sunnudag kl 14-17. Einungis þessi eina sýningarhelgi,
Listamaðurinn sýnir meðal annars málverk sem eru afrakstur baráttunnar við tímann og hringformið í ýmsum útgáfum, ásamt framhaldsverkum með sögur.
Er tíminn kúla?
Tilraunir listamanns til að brjótast úr hringrás eigin hugsana, endar einhvernveginn alltaf aftur í hring og heldur áfram hring eftir hring. … kannski er tíminn kúla, form sem aldrei sest, endurtekning sem aldrei nær enda.
Karólína Baldvinsdóttir er útskrifuð úr Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2014. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum hér á landi og erlendis. Hún var formaður Myndlistarfélagsins á Akureyri 2018-2022 og starfar sem kennari í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Karólína situr nú í stjórn Myndlistarfélagsins sem og Gilfélagsins á Akureyri, þar sem hún hefur komið á fót Samlaginu, sköpunarverkstæði, sem býður upp á listnámskeið fyrir börn og unglinga. Hún var einn af stjórnendum og stofnendum listaverkefnisins RóT, sem starfrækt var á Akureyri frá 2014 til 2020 með hléum og einnig meðlimur í listhópnum Kaktus. Málverkið er helsti miðill Karólínu en hugmyndin stjórnar þó útfærslunni eftir því sem við á.
/
The art exhibition Kúlur / Balls opens on Friday, February 16th at 19:00, at Deiglan, Listagilið in Akureyri.
It will only be open for this one weekend, Saturday and Sunday from 14:00 to 17:00.
The artist presents, among other things, paintings that are the result of the struggle with time and the circular form in various interpretations, along with follow-up works with stories.
Is time a ball?
The artist’s attempts to break out of the circularity of their own thoughts always end up back in a loop, continuing round and round.
… perhaps time is a sphere, a form that is never settled, repetition that never reaches an end.
Karólína Baldvinsdóttir graduated from the Myndlistarskólinn in Akureyri in 2014. She has held numerous solo exhibitions and participated in group exhibitions both in Iceland and abroad. She served as the chairman of the Myndlistarfélagið in Akureyri from 2018 to 2022 and currently works as a teacher at Menntaskólinn á Tröllaskaga. Karólína now serves on the board of both the Myndlistarfélagið and Gilfélagið in Akureyri, where she has initiated Samlagið, a creative workshop offering art courses for children and teenagers. She was one of the directors and founders of the art project RóT, which operated in Akureyri from 2014 to 2020 intermittently, and also a member of the art group Kaktus. Painting is Karólína’s primary medium, but the idea dictates the execution according to the circumstances.