Og vatnið kom til baka frá eldfjallinu að segja HÆ! – And the water came back from the volcano to say HI!
Gestalistamaður Gilfélagsins sýnir í Deiglunni helgina 16. og 17 desember.
Xurxo Pernas Diaz er gestalistamaður Gilfélagsins í desember hann sýnir í Deiglunni 16. – 17. desember næstkomandi sýningin er opin frá 14 – 17 báða dagana.
Xurxo sýnir úrval teikninga og málverka sem hann hefur unnið meðan dvöl hanns á landinu hefur staðið. Þetta eru litlar skáldlegar myndir með kímilegum undirtón um raunir og þrengingar á ferðum hans. Samfellulaus verkin leika sér með textann og mynda ólíklegt par sem fer lengra í tjáningu en efnisnotkunin segir til um, þau segja sína eigin sögu.
Auk þess verður varpað upp ljósmyndum úr bók hans Gran Cañón Mogambo sem sýnir daglegt líf vinahóps í rúman áratug (2010/2020). Myndirnar voru valdar úr risastóru safni af kvikmyndaspólum og kössum fullum af ljósmyndum með hjálp vinar hans Manuel Mata, sem er samútgefandi og höfundur formála.
Xurxo Pernas Díaz, er galisískur listamaður fæddur í Cedeira (1992) og útskrifaður myndlistarmaður frá háskólanum í Vigo.
Við listsköpun sína notar hann kvikmyndaljósmyndun og málunartækni eins og blek og gouache, hann kýs frekar einföld efni og snertinguna við þau til að geta fangað hratt í efnið það sem vekur áhuga hanns.
Þó að Xurxo kanni stöku sinnum landslag eða stemmingu (þegar dagar eru rólegir og ekkert virðist gerast) kýs hann frekar að lýsa daglegu lífi fólksins í kringum sig. Innblásin af Larry Clark og Nan Goldin hefur hann stundað þetta í mörg ár með háskólafélögum sínum og vinum. Málverkið gefur honum möguleikann að fanga allt sem er skilið eftir vegna síns óhlutbundna og ljóðræna eðlis, það sem ekki næst á ljósmynd.
„Verk mitt er bæði óþægilegt og kímið. Ævilöng skráning þess sem við tökum okku á hendur á hverjum degi, á Því sérkennilega sem heldur okkur mannfólkinu uppteknu“. Segir listamaðurinn.