Heather Sincavage
Gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember 2023
Heather Sincavage er myndlistamaður, sýningarstjóri og kennari. Hún ástundar gjörningalist þar sem sérhæfing hennar miðast við að byggja upp sjálfbæra frammistöðu byggða á félagslegu réttlæti. Hún notar eigin reynslu af ofbeldi í nánum samböndum sem brunn til að skilgreina það líf sem lifað er eftir áföll.
Verk hennar hefur verið sýnt í Tate Modern og varpað á hinn sögulega Daniels og Fisher klukkuturn í miðbæ Denver, CO, meðal annars og víða um Evrópu. Hún hefur komið fram í Queens Museum and Grace Exhibition Space í NYC; Tempting Failure Festival of Performance Art & Noise í London, verið í beinni gegn um gerfihnött á Miami Art Basel; í Lettneskri miðstöð fyrir gjörningalist í Riga; og galleríum víðsvegar um Bandaríkin. Hún hefur sýnt á yfir 40 einka- og samsýningum víðs vegar um Bandaríkin í Þýskalandi, Svíþjóð, Spáni, Finnlandi auk Íslands.
Upprunalega frá Suðaustur-Pennsylvaníu, náði hún BFA frá Tyler School of Art, Temple University í Philadelphia, Pennsylvania, og MFA frá School of Art, University of Washington, Seattle, Washington. Hún er alumni frá The Vermont Studio Center auk fjölda annarra gestadvala- og félagasamtökum í Bandaríkjunum og Evrópu. Verk hennar hafa verið birt í Surface Design Journal og 2022 útgáfunni „An Introduction to the Phenomenology of Performance Art: SELF/S“ eftir Dr. T.J. Beikon frá University of Chicago Press.
Árið 2018 hlaut Heather Tanne Foundation verðlaunin, jafninga verðlaun og námsstyrk fyrir framúrskarandi framlag til gjörningalista. Hún er nú dósent í myndlist og forstöðumaður Sordoni Art Gallery við Wilkes háskólann.