Solander 250: Opið grafíkverkstæð
13. – 18. 21. og 22. janúar.
Í tengslum við sýninguna Solander 250 í Listasafninu á Akureyri verður Gilfélagið með opið grafíkverkstæði laugardag og sunnudag 21. og 22. janúar. Það verður opið frá kl 13 – 18 báða dagana, á staðnum verður meistari Guðmundur Ármann auk aðstoðara.
Listamenn sem hafið áhuga að nota grafíkverkstæðið eru velkomnir, einnig þeir sem vilja prufa að vinna í grafík. Við biðjum þá sem hafa hug á að nýta sér þetta tækifæri að taka með sér verkfæri, pappír og linoleum dúk, krossvið eða annað efni sem þið notið til að vinna með. Á staðnum verður eitthvað af verkfærum, pappír, plötum og prentlit.
Við hvetjum þá sem eru áhugasamir um grafíkina að nota tækifærið til að koma saman og vinna í þennan einstaka myndlistarmiðil. Kaffi á könnunni.