Belt of Venus
Sýning Mary Hurrell gelsalistamanns Gilfélagsins í desember, opnar laugardaginn 17. desember kl. 14
sýningin er opin 17. og 18. desember frá kl. 14 – 17.
Mary Hurrell mun kynna úrval af verkum í vinnslu á miðri búsetu sinni í gestavinnustofunni hjá Gilfélaginu. Þetta nýja verk hennar ber titilinn Belt of Venus. Þar kannar listakonan þversagnarkennt ástand og tilfinningar um heimili/umskipti, tilfinningar/veður og hið sýnilega versus því ósýnilega í gegn um vinnu með hljóð, texta, klippimynd, fatnað, ljós og hreyfingu. Titillinn vísar til bleika ljóssins og andrúmsloftsins sem má upplifa skömmu fyrir sólarupprás og eftir sólsetur í rökkri ljósaskiftanna; tíma breytinga og rýmis þar á milli.
Mary Hurrell (f. Suður-Afríku) er listamaður búsett í London. hún vinnur með hljóð, lifandi flutning/gjörning og skúlptúr jöfnum höndum; að kanna hreyfingu og líkamlegt tungumál, samskipti í líkamlegri og tilfinningalegri tjáningu. Hún mótar og gefur form búnaði fyrir líkamann, bæði hljómrænan og efnislegan, og hefur áhuga á að framkalla tvíeðli hugmynda um líkamann í gegnum ástand nærveru og fjarveru, flots og festu, þess sjálfsprottna eða hinns tilbúinna, og skapar þannig bæði skynrænt umhverfi og gjörninga.
Hún hefur verið þáttakandi í gjörningum og sýningum með Nicoletti Contemporary, Cafe OTO, The Bower, Jupiter Rising Festival, The Roberts Institute of Art, South London Gallery, Bold Tendencies og Whitechapel Gallery. Árið 2018 framleiddi hún Mappings, þríleik verkum byggist á lifandi og innsetningum sem hugsuð voru sem ein kóreógrafía, í þremur rýmum í Flat Time House, Kunstraum (Bretlandi) og Centro Botin (Spáni). Verk hennar hafa verið gagnrýnd í Frieze, Figure Figure og Mousse Magazine. Árið 2021 hlaut hljóðverk hennar Blush Response verðlaunin Because of Many Suns frá Collezione Taurisano. Meðal nýlegra vinnustofu dvala eru Yamakiwa Gallery (Japan), Flat Time House (London) og Skaftfell Center for Visual Art (Ísland).