Fréttir

Opið fyrir umsóknir í gestavinnustofu

Gilfélagið auglýsir eftir umsóknum til dvalar í gestavinnustofu Gilfélagsins. Um er að ræða mánaðardvalir á tímabilinu júlí til desember 2018. Gestavinnustofan er fullbúin íbúð með vinnustofu sem hentar einum listamanni eða pari. Innangengt er í viðburðarrýmið okkar Deigluna...

Voyager

Þér er boðið á opnun sýningarinnar „Voyager / Ferðalangur“ í Deiglunni á laugardag, 23. sept kl. 14 – 17. Einnig opið 14 – 17 á sunnudag. Cindy Small er gestalistamaður Gilfélagsins í september og mun sýna afrakstur dvalar...

Gestavinnustofan er laus í október!

Gestavinnustofa Gilfélagsins er laus til útleigu í október, um er að ræða 16. – 23. október og 23. – 30. október – afhent eftir hádegi á mánudegi og skilað fyrir hádegi á mánudegi. Verð fyrir vikuna er 25.000...

Ljóðakvöld

Verið velkomin á ljóðakvöld í Deiglunni, fimmtudaginn 24. ágúst kl. 20. Ljóðakvöld þar sem nokkur af fremstu ljóðskáldum þjóðarinnar koma fram. Kvöldið er hluti af Litlu ljóðahátíðinni í Norðausturríki. Fram koma: Thórunn Jarla Valdimarsdóttir Sigurbjörg Þrastardóttir Kristín Ómarsdóttir...

TRANSLATIONS – Myndlistasýning

Verið velkomin á opnun TRANSLATIONS í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23, laugardaginn 26. ágúst kl. 14 – 17 og þiggja léttar veitingar. Sýningin er einnig opin sunnudaginn 27. ágúst kl. 14-17. Dönsku myndlistarmennirnir Else Ploug Isaksen og Iben West munu sýna...

Ormur & Svanur – Trúbadoratónleikar

Feðgarnir og trúbadorarnir Aðalsteinn Svanur Sigfússon (57) og Sigurður Ormur Aðalsteinsson (21) halda trúbadoratónleika í Deiglunni þar sem þeir syngja og leika frumsamin lög og texta, þótt e.t.v. slæðist einhverjar ábreiður með. Feðgarnir eru fulltrúar tveggja kynslóða söngaskálda:...

Þartilgerðar óravíddir

Myndverk og tónlist koma saman í draumkenndum veruleika í Deiglunni. Hljómsveitin Herðubreið og myndlistamaðurinn Jónína Björg Helgadóttir bjóða til sýninga helgina 18. – 20. ágúst, með sérstökum uppákomum þrisvar á dag, kl. 14, 15 og 16. Þær hafa...

Ljóðlist & gervigreind – Sköpun á tæknivæddri öld

Erindi okkar er rannsókn á samspili mannlegs eðlis og gervigreindar og áhrif hennar á framtíðina. Ljóðskáld og gervigreindarvísindamenn eru á sömu vegferð í þeim skilningi að reyna að átta sig á því hvað það er, að vera manneskja....

Fljúgandi dýr – Listasmiðja

Fljúgandi dýr er 5 daga listasmiðja fyrir börn á aldrinum 8-14 ára þar sem unnar eru fljúgandi fígúrur úr pappamassa. Að vinna með pappamassa er seinlegt og krefjandi verkefni og er gert ráð fyrir að hvert barn nái...

Eden – The return of the sacred and visible

By creating a sense of sharing, on the plateau red fruits are a dawn of this red, symbol of life. A claimant desire, a message of tolerance and existential voracity is given, a solemn supper whose delight taste...