Sýning sjö – Listsýning Samlagsins-sköpunarverkstæðis

Laugardaginn 6. desember opnar Sýning sjö í Deiglunni. Til sýnis verða verk eftir nemendur Samlagsins-sköpunarverkstæðis, sem eru á aldrinum 6-16 ára og sátu 12 vikna listnámskeið. Samlagið leggur áherslu á teikningu, málun, mótun og grafík/þrykk.
Opnunartímar eru eftirfarandi:
Laugardaginn 6. desember 13-17
Sunnudaginn 7. desember 13-17
Öll eru hjartanlega velkomin að skoða afrakstur haustannarinnar, en þemað á námskeiðinu og sýningunni var náttúruvernd og farið var víða í innblástur fyrir verkefni.