Vicente Fita Botet
Gestalistamaður Gilfélagsinns í maí 2025

Ég fæddist í Cuenca á Spáni árið 1964 og byrjaði að mála mjög ungur, innblásinn af tíðum heimsóknum mínum í Spænska abstraktlistasafnið í heimabæ mínum. Ég útskrifaðist í myndlist frá listaháskólanum í Cuenca og eftir að hafa tekið tímabil í Mulhouse í Frakklandi lauk ég meistaranámi frá Hollenska listaháskólanum í Enschede í Hollandi.
Frá árinu 2001 hef ég búið í Rotterdam þar sem ég sameina störf mín sem listamaður mín við spænskukennslu.
Í gegnum árin hef ég byggt upp safn ljósmynda af hlutum sem ég finn fyrir tilviljun, yfirgefna á götunni. Hver og einn þeirra segir sína sögu sem vekur athygli mína.
Handann frásagnarinnar er áhugi minn bundinn leifum samtímans, þar sem það sem við hendum gefur upplýsingar sem endurspegla lífsstíl okkar og afhjúpa menningarleg ferli sem liggja að baki mannlegri hegðun.
Í neysluhyggju samtímans eru kaup iðulega meiri fullnægja en not hlutarins sem aflað er. Hugtakið „hlutur-orsök löngunar – object-cause of desire“, sem er notað í Lacanískri sálgreiningu, vísar til þessa óljósa þáttar sem knýr löngun okkar áfram en verður í raun aldrei fullnægt.
Tilviljun er lykilþáttur í daglegri listiðkun minni, þar sem ég nota hinn „fundna hlut – Objet trouvé “ settan fram af dada og súrrealistum á síðustu öld, sem véfengdu hugmyndir um hið sanna eðli listarinnar.
Ég mála málverk með því að afrita ljósmyndir af nákvæmni til að ná fram trúrri mynd. Á þennan hátt tengjast verk mín ljósmyndaraunsæi, þau notast bæði við gildi hversdagslegra og einstakra mynda listarinnar. Auk þessa vals á viðfangsefninu aðhyllist ég hugmyndinni um stigveldislausa meðferð veruleikans í öllum sínum handahófskennda vandræðagangi. Fyrir mér er málun fundinna hluta eins konar leið til að framleiða „tilbúinn-hlut / redy-made“ með höndunum.



