Wioleta Kaminska
Gestalistamaður Gilfélagsins í júlí 2022.
Wioleta Kaminska er listamaður sem vinnur þvert á aðferðir, hún stundar sjónræna og hljóðræna könnun á að því er virðist hversdagslegt og atburðasnautt umhverfi. Staðir þar sem tíminn virðist líða hægt en þó eiga sér stað við nánari athugun stöðugar breytingar. Markmið hennar er að bjóða áhorfendum að hægja ferðina ígrunda og upplifa undrun og endurnýjað þakklæti til náttúrunnar.
Verk Wioleta hafa verið sýnd í galleríum og söfnum á alþjóðavettvangi og samanstanda af videóverkum, stafrænum klippimyndum, málverkum og teikningum. Hugrænu vídeóslandslags verkin hennar eru í senn rannsókn á skynjun og kyrrð, sjónræn ígrundun á mótum náttúru, tækni og menningar.
Wioleta er fædd og uppalin í Póllandi og útskrifaðist frá í Varsjár Háskóla með MA í hagnýtum málvísindum. Í yfir 20 ár hefur hún búið í Bandaríkjunum, aðallega í Kaliforníu, þar sem hún útskrifaðist frá California College of the Arts í San Francisco með MFA í þverfaglegri hönnun.
Í veru sinni í gestavinnustofu Gilfélagsins mun Wioleta rannsaka hið staðbundna landslag, auk íslenskra bókmennta og sögu. Sem hún hyggst nota sem viðmið til að endurskapa rými, eða öllu heldur fanga augnablik, sem munu vekja áhuga og hvetja áhorfandann til að íhuga og ígrunduna. „Augnablik sem við öll þurfum til að lifa heilbrigðu lífi í jafnvægi. Möguleika til að hægja á sér og ígrunda, þannig getum við meðtekið heiminn, stöðvast fyrir framan okkur.“
Vefsíða: https://www.wioletakaminska.com