Textílvinnustofa – Tilraunakvöld
Deiglan miðvikdaginn 5. ágúst kl. 19:30.
Textílvinnustofa –
fjórða tilraunastofa Myndlistafélagsins og Gilfélagsins.
Listamenn gera tilraunir með textíl í sínu víðasta samhengi, stefnt er að því að útvega efni í grófari kantinum s.s. strigapoka, net, snæri og lopa. Einnig er listamönnum frjálst að koma með sinn eiginn efnivið. Vinnan byggist á flæði og skapandi samvinnu og samtali milli fólks, þar sem mætast hefðir og óheft tjáning augnabliksins.
Það er ókeypis og opið öllum.
verkefnið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrabæjar.