Lista- og handverksmarkaður Gilfélagsins
Skráning í Lista- og handverksmarkað Gilfélagsins
Nú er tækifæri fyrir listamenn og handverksfólk að koma list sinni og handverki á framfæri í húsnæði okkar, Deiglunni í Listagilinu á Akureyri, helgina 4. – 5. desember kl. 12 – 17.
Skráningarfrestur er fyrir 28. nóv.
Þátttökugjald er kr. 2.500 fyrir Gilfélaga sem greitt hafa árgjald en 4.500 fyrir aðra. Hægt er að skrá sig í Gilfélagið hvenær sem er. Hámarksfjöldi borða er 15, fyrstir koma fyrstir fá.
Hægt er að skrá sig með tölvupósti á netfangið, gilfelag@listagil.is. Vinsamlegast sendið með nafn á þátttakanda eða fyrirtækis/hönnunarlínu eins og á að koma fram í auglýsingum, símanúmer og hverskonar varning þú verður að selja.
Messan verður í Deiglunni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 4. desember og sunnudaginn 5. Desember kl. 12 – 17. Við ætlumst til að þátttakendur séu allan tímann báða dagana, eða að einhver vakti borðin ef þarf að skreppa frá í lengri tíma. Deiglan opnar á laugardagsmorgni kl. 9 til að setja upp. Farið verður eftir þeim sóttvarnarreglum sem verða í gildi og grímuskylda inni.