Plastlaus september opnunarhátíð
Plastlaus september, Akureyri
Sunnudaginn 1. september mun árvekniátakið Plastlaus september hefjast með krassandi umræðum um umhverfismál í Deiglunni kl. 14-16.
Ýmsir viðmælendur munu taka til máls:
– Guðmundur Haukur Sigurðurðarson frá Vistorku kynnir stefnu Akureyrarbæjar í umhverfismálum.
– “Allir eru að „swappa“ – breytt viðhorf í garð nytjamarkaða og skiptimarkaða. Linda Guðmundsdóttir verkefnastjóri hjá Rauða krossinum fræðir okkur um gamalt/nýtt.
– Hvaða áhrif hefur það á neysluvenjur að fjarlægja sorptunnur við heimili? Snæfríður Ingadóttir ferðabókahöfundur miðlar af reynslu sinni frá Tenerife.
– Hvernig getum við gert gagn í umhverfismálum án þess að fyllast umhverfiskvíða? Eyrún Kristína Gunnarsdóttir sálfræðingur gefur okkur jákvæða punkta.
Enginn aðgangseyrir. Verið öll hjartanlega velkomin!
Nánari upplýsingar um átakið:
Plastlaus september er árvekniátak, sem haldið var í fyrsta sinn í september 2017. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka plastnotkun. Gríðarlegt magn af einnota plasti endar í landfyllingum og í hafinu sem er mikið áhyggjuefni. Allt plast sem hefur verið framleitt er enn til, það brotnar niður í smærri einingar en eyðist ekki.
Plastlaus september hvetur okkur til að kaupa minna af einnota plasti í september. Við getum valið hvort við tökum þátt í einn dag, eina viku, heilan mánuð eða til frambúðar.