Sonja Lefèvre-Burgdorf – Myndlistarsýning
Verið velkomin á opnun sýningar Sonju Lefèvre-Burgdorf í Deiglunni. Listagili, föstudaginn 27. júlí kl. 20 – 22. Þar sýnir Sonja afrakstur dvalar sinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins í júlímánuði. Sýningin er einnig opin á laugardag og sunnudag, 28 – 29. Júní kl. 14 – 17.
Sonja Lefèvre-Burgdorf er þýskur myndlistarmaður og hefur búið í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í júlí og unnið að nýjum verkum ásamt því að undirbúa verk sem hún mun vinna að þegar heim er komið. Sonja segir um dvölina: “Ég er heilluð af náttúru Íslands og vildi því að hún yrði næsta viðfangsefni mitt. Mig langaði að skynja áhrifin sem hún hefur á mig, að finna kraftinn undir fótunum og gleypa í mig orkuna, skerpa skynfærin, skynjunina og opna fyrir hvötina og örvunina og það sem ég hef séð og upplifað hingað til er umfram væntingar mínar.
Að dvelja í Gestavinnustofu Gilfélagsins í heilan mánuð gefur mér rými og frelsi til að vinna við fulla einbeitingu.
Ég er vön að vinna á stórum skala með akrýl eða olíumálningu en þurfti að takmarka efnið fyrir ferðalagið hér og dvölina. Þessvegna sýni ég hér skissur og teikningar í öðrum miðli, t.d. kol, grafít, olíustikk, vatnslitir og blek mestmegnis á pappír. Þótt að málverkin mín séu innblásin af náttúrunni eru þau abstrakt. Það snýst allt um tjáningu, að sýna á sjónrænan hátt tilfinningu, orkuna, hið grófa og hið fíngerða á listrænan hátt og allt byggt á litunum í landslaginu.
Vatnslitaverkin mín eru unnin út frá heimsókn minni til Jökulsárlóns, jökullinn og glæsilegu ísjakarnir, svört ströndin, Eystri-Fellfjara. Einnig bílferðin í gegnum hálendið til Landmannalauga jafnt sem svæðið í kringum Mývatn. Og ekki má gleyma veðrinu sem breytist á hverju augnabliki. Að reyna að grípa alla þessa bláu og gráu tóna er áskorun.
Jafnvel þótt að verkin sem ég mun sýna í Deiglunni gætu verið hugsuð sem undirbúningur fyrir ‘alvöru’ verkin sem ég mun vinna á öðrum skala, þá geta þau mörg staðið ein. Þegar hughrifin sem ég hef orðið fyrir hér hafa náð að lygna þá er ég viss um að þegar heima er komið munu þau verða eitthvað nýtt.”
//
Sonja Lefèvre-Burgdorf / Exhibition in Deiglan / Akureyri – July 27th – 29th / Fri hr. 20 – 22 / Sat hr. 14 – 17
You are invited for the opening of Gil artist-in-residence Sonja Lefèvre-Burgdorf exhibition in Deiglan on Friday, July 27th at 20 – 22. Please join us for light refreshments and the artist will be present. The exhibition is also open on Saturday and Sunday, July 28 – 29th hr. 14 – 17.
“Fascinated by the amazing nature of Iceland, I wanted it to become my new subject. I wanted to sense the impact on me, feel the power underneath my feet, absorb this energy, sharpen my senses and perception and get impulses and stimulation – what I have seen so far has exceeded my expectations.
Staying at GIL Artist Residency for a whole month offers me space and freedom to work in full concentration.
Being used to work on big formats with Acrylic or Oil colours, I had to limit my material for my stay. Therefore, my actual work consists in sketches and drawings with different media, like charcoal, graphite, oil pastel sticks, watercolours and ink mainly on paper.
Although influenced by landscape my paintings remain non figurative. It is all about expression, visualisation of an emotion, of the energy, the rough and the subtle in an artistic way and all based on the colours of the landscape.
My watercolours are a result of the visit to Jökulsàrlón, the glacier and the majestic floating Icebergs, the Black Beach and Diamond Beach. Just as much as the ride through the Highlands towards Landmannalaugar or the area around Lake Mývatn. Not to forget the weather, changing so quickly from one moment to the other. To capture the multitude of shades of grey and blue is a challenge.
Even if the work I am going to present in Deiglan at the end of my stay could be considered as a preparation for the ‘real’ work still to be done in another format, many of them can stand alone.
Once the impressions I take from here having settled, I am sure back home they will find their way to something new.”
http://www.lefevre-burgdorf.de
VITA