Stjórnarfundur 10. júní 2021
Fundargerð 10.06.2021
Stjórnarfundur Gilfélagsins Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri.
Fundurinn var haldinn 10.06.2021
Mættir: Aðalsteinn Þórsson, Ingibjörg Stefánsdóttir, Erika Lind Isaksen, Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir, Arna G. Valsdóttir
Dagskrá:
- Gestavinnustofa
- Deiglan
- Húsvarsla
- Tengiliðir fyrir viðburði
- Afmælishátíð
- Auglýsingar v/ Gildaga
- Umsjón með netfangi Gilfélagsins
- Önnur mál
- Gestavinnustofa
Covid hefur haft mikil áhrif á gestavinnustofuna og margir listamannanna ekki séð sér fært að koma. Nú hinsvegar lítur allt vel út frá og með júlí.
Auglýsing fyrir næsta ár verður birt 18.júní og þá opnar fyrir umsóknir. Umsóknartímabili lýkur þann 1. ágúst. Verið er að forma nefnd til að fara yfir umsóknir.
Ingibjörg bauð sig fram sem tengilið fyrir listamann í Júlí.Stjórn stefnir á að taka þrifatörn í gestavinnustofunni í seinni hluta júní.
Stjórn samþykkir að aðlaga verð fyrir dvöl í gestavinnustofu að genginu og verður þá upphæðin kr. 95.000 fyrir mánuðinn.
2. Deiglan
Söngnámskeið stendur nú yfir – 21. – 25.júní. Leigan fyrir þetta tímabil er kr. 40.000 .Stjórnin ræðir endurskoðun á leigu fyrir Deigluna. Samþykkt að 1 dagur um helgi sé 35.000 og aðrar tölur séu aðlagaðar hlutfallslega að því.
3. Húsvarsla
Aðalsteinn tekur að sér að vera tengiliður og sér um að deila ábyrgð.
Það þarf að koma skipulagi á þrifin. Gott væri að fá starfskraft til að þrifa á 2 vikna fresti og tilfallandi ef þarf. Stjórnarmeðlimir eru að vinna í því að finna aðila og koma þessu á hreint.
4. Tengiliðir fyrir viðburðiA
ðalsteinn tekur að sér að vera tengiliður. fyrir listamenn frá USA sem setja upp sýningu þann 14.júní – 15.júní.
Ingibjörg tekur að sér að vera tengiliður fyrir aðra viðburði á næstu vikum og Erika býður sig fram sem varamaður.
5. Afmælishátíð
Populus Tremula bandið er búið að bóka tónleika þann 11. sept.
Áætluð samsýning Gilfélaga opnar 10. sept. Aðalsteinn er umsjónarmaður þess viðburðar. Arna og Erika til aðstoðar. Erika tekur að sér að hanna auglýsingar.
Sögusýning Gilfélagsins fer fram dagana 8. – 21. október. Guðmundur Ármann er sýningarstjóri og Ingibjörg er aðstoðarmaður.
Aðalsteinn nefnir möguleikann á að gefa út bækling þrátt fyrir að styrkur hafi ekki fengist til bókaútgáfu.
Það mun vera kostanður í kringum sýninguna en ekki enn ljóst hver sú upphæð verður.
Grein sem Arndís Bergsdóttir skrifaði á sínum tíma var nefnd og það er spurning hvort ætti að óska eftir því að fá að birta hana aftur.
6. Auglýsingar vegna Gildaga
Ingibjörg setur sig í samband við Hlyn og Almar. Stjórnin stingur upp á því að við sem viljum leggja fjármagn í auglýsingar gerum það ( Sofnanir/félög) og aðrir fljóti með þ.e. einyrkjarnir í Gilinu.
7. Umsjón með netfangi Gilfélagsins
Heiðdís óskar eftir því að aðrir í stjórn taki þetta hlutverk að sér. Erika og Ingibjörg eru tilbúnar til að taka þetta að sér.
8. Önnur mál
Formaður óskar eftir því að fá afnot af prentara og er það samþykkt.
Fundi slitið