Skýrsla stjórnar starfsárið 2020/21
Skýrsla stjórnar Gilfélagsins
Um starfsemi félagsins á árinu 2020/21, milli aðalfunda
Lögð fyrir aðalfund 16. Maí 2021
Gilfélagið á tímamótum
Gilfélagið er nú að ljúka 30. starfsári sínu verður 30 ára 30 nóvember 2021. Covíd ástandið hefur set svip sinn á þetta starfsár félagsins með margvíslegum hætti hafa sóttvarnaraðgerðir gert það að verkum að margir fyrirhugaðir viðburðir hafa fallið niður. Þannig hafa tekjur okkar dregist nokkuð saman. Frá miðjum febrúar 2020 til dagsins í dag hafa ekki nema 4 gestalistamenn, tveir í janúar og febrúar 2020 og tveir 2021 janúar og febrúar skilað sér í gestavinnustofuna frá síðasta aðalfundi. Þannig hefur covid faraldurinn snert verulega starfsemi félagins með gestavinustofuna og Deiglunnar. umtalsvert. Þá hefur félagið gengið frá bráðabirgðar samkomulagi við Akureyrarbæ að greiða af rafmagni, hita og hússjóð. En það verður síðan nýrrar stjórnar að taka viðræður um framhaldi á samkomulaginu.
Sjálfboðavinna
Sjálfboðavinna í menningarmálum er mikilvægt samfélagslegt framlag sem við í Gilfélaginu leggjum fram og má segja að það sé eitt einkenna félagsins sem grasrótarfélags.
Talsverð sjálfboðavinna stjórnarinnar, utan við fundi, felst í aðstoð við gestalistamenn við ýmislegt t.d. undirbúning á sýningum þeirra, gera auglýsingar og kynningar á heimasíðu okkar um viðburði þeirra. Þá er mikil vinna við að halda utan um gestavinnustofuna, auglýsingar fyrir umsóknir, vinna við að halda utan um úthlutun, sjálf úthlutunin sem er í höndum gestavinnustofunefndarinnar.
Þrif hefur stjórnin séð um, eftir að Deiglan féll út í útboði um þrif í Listasafninu eftir allar breytingarnar þar. Húsvarsla og smálegt viðhald, sem fellst í að yfirfara og lagfæra Deigluna milli sýninga og viðburði ýmiskonar er einnig á höndum stjórnar ásamt því að endurnýja tæki og lagfæra ýmislegt í gestavinnustofunni.
Í stjórn félagsins sitja: Guðmundur Ármann Sigurjónsson formaður, Aðalsteinn Þórsson ritari, Ingibjörg Stefánsdóttir gjaldkeri, og meðstjórnendur Heiðdís Hólm Guðmundsdóttir og Ívar Freyr Kárason. Varamenn eru Arna Valsdóttir og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir. Skoðunarmenn reikninga eru Kristján Helgason og Þóra Karlsdóttir.
Í úthlutunarnefnd gestavinnustofu sitja, Sóley Björk Stefánsdóttir, Ólafur Sveinsson og Arna Guðný Valsdóttir
Stjórnin hefur frá síðasta aðalfundi haldið 13 stjórnarfundi, svo og fundi um endurnýjun samnings milli Akureyrarstofu og félagsins.
Gestavinnustofan
Þetta hefur þýtt tekjufall allt árið 2020, við auglýstum gestavinnustofuna á innanlands og tókst okkur að leigja hana í tvo mánuði . Nokkrir gestalistamenn hafa fengið endurgreitt aðrir óska eftir að fá dvöl á næsta ári. Auglýst var hér innanlands og svöruðu einir þrír íslenskir listamenn sem dvöldu í vinnustofunni. Nú á vormánuðum auglýstum við gestavinnustofuna lausa og þannig fengum við einhverja innkomu. Í apríl núna á þessu ári leituðum til fyrirtækja um stuðning til listamanna, þannig að við gátum leigt hana og greiðslan komi frá fyrirtækinu. Eitt fyrirtæki svaraði ósk okkar jákvætt eða Slippfélagið. En þetta ástand hefu litað allt starf félagsins á síðasta ári og þessa mánuði fram að aðalfundi. Gestalistamenn sem ekki hafa komist til landsins en hefur verið úthlutað mánuði hafa ýmist óskað eftir endurgreiðslu, eða að hafa inni umsókn fyrir þar til ástandið batnar við landamærin.
Markmið félagsins er að efla listsköpun og listflutning með því m.a. að skapa lista- og handverksfólki aðstöðu til að iðka list sína og búa því sem best athvarf til að sýna hana og flytja.
Verkefni félagsins hafa því verið:
∙ Að reka og skipuleggja margvíslega menningarviðburði í Deiglunni.
∙ Að halda utan um og úthluta listamönnum dvöl í gestavinnustofunni.
∙ Að efla tengsl við erlenda listamenn og vinna að tengslum þeirra við nærsamfélagið, með reglulegum sýningum þeirra í Deiglunni og fyrirlestrum.
∙ Að standa að námskeiðum í listum.
∙ Að halda áfram undirbúningi á opnu grafíkverkstæði í Deiglunni.
∙ Að skipuleggja og styðja við ýmis verkefni í menningarmálum t.d. Við ungt fólk um listviðburði af margvíslegum toga.
∙ Að vinna að auknu samstarfi við aðila og félög á sviði menninga og lista.
∙ Að vinna að nýjum samningi milli Akureyrarstofu og Gilfélagsins.
∙ Að vinna að áframhaldandi uppbyggingu lista og menningar í Listagilinu.
∙ Að standa vörð um hugmyndina sem var mótuð 1991 um Listagilið sem mikilvægt kennimark í listasamfélaginu á Akureyri.
Deiglan
Margir viðburðir sem hafa verið fyrirhugaðir í Deiglunni hafa fallið niður, en viðburðir þar sem félagið hefur verið samstarfsaðili, Barnamenningarhátíð og listasmiðjur, sammálun, módelteikning, námskeið, grafík, vatnslitun, lagskipt málverk og allnokkrar sýningar og fundir. Þeir íslensku gestalistamenn sem hafa dvalið í vinnustofunni höfðu sýningar eða rúmlega 30 viðburðir sem hafa staðið yfir í einn til tvo daga, en Leiklistaskólinn í um 4 tíma í um 200 daga. Þannig má segja að Deiglan hafi verið notuð undir menningarstarfsemi í um 240 daga, eða milli aðalfunda 2020/21
Styrkir
Gilfélagið fékk styrk frá Uppbyggingasjóði SSN kr 500.000 til að koma upp lágmarks aðstöðu fyrir grafíkverkstæði.
Frá sömu aðilum styrk til að halda þrjú myndlistarnámskeið.
Við tókum það rá að leita til fyrirtækja á Akureyri um styrk svo hægt væri að auglýsa gestavinnustofuna fyrir innlenda listamenn. Eitt fyrirtæki Slippfélagið veitti okkur 100.00 kr styrk, 80 þúsund plús 20.00 kr vöruúttekt fyrir gestalistalistamann. Þess nýtur nú gestalistamaður í maímánuði. Félagið hefur fengið þrjá styrki samtals uppá 760 þúsund, 500 þúsund frá uppbyggingasjóði SSN til að koma upp lágmarks aðstöðu fyrir grafíkverkstæði, 160.000 kr frá Barnamenningarhátið fyrir myndlistarverkstæði Gilfélagsins fyrir börn á aldrinum 6 – 12 ára. Þá veitti Slippfélagið okkur styrk uppá 100 krónur til gestalistamanns okkar í maímánuði 2021.
Námskeið Gilfélagsins og samvinnuverkefni
Styrk fengum við til þátttöku í Barnamenningarhátíðar 2020 og ´21 og settum við upp myndlistarverkstæði Gilfélagsins fyrir börn á aldrinum 5 -12 ára í nóvember ´20 og svo apríl ´21
Um Barnamenningarhátíð, Akureyrarstofa listasumar. Listasafnið á Akureyri samvinna um fyrirlestraröð. Listasmiðjur í samvinnu við Myndlistafélagið, Kaktus, Grósku, Gestavinnustofu á Grundarfirði í samvinnu við ArtAk . Samstarf við S’IM um dag myndlistar. Samstarf um sýningar við 10 sænska listamenn sem héldu sýningu í Deiglunni 2019, Den besjälade naturen. Sem leiddi til samsýningar níu félagsmanna Gilfélagsins í Svíþjóð, Hälleforsnäs síðastliðið haust. A! Gjörningahátíð, Leiklistaskóli MAK sem leigði húsnæðið til æfinga í átta mánuði frá kl 16 -18 fjóra virka daga í viku og Gladíatorerna, Scandínavískur skóli í skapandi skrifum, hafa leigt skrifstofurýmið í 2 mánuði 2021.
Samningar við Akureyrarbæ
Gerður var bráðabirgðar samningur milli félagsins og Akureyrarstofu núna í mars.
Þetta er bráðabyrgða samningur sem á að taka upp og endurskoða í september. ‘i samningnum er ákvæði um leigu sem við höfum nú greitt frá janúar í ár og hljóðar upp á rafmagn, hita og hússjóð sem er um kr 30 þúsund á mánuði.. Vel þarf að undirbúa samningsviðræður svo vel séð verði fyrir hag Gilfélagsins, eða að greiðslur verði ekki íþyngjandi. Þá þar að leggja áherslu á að húseigandinn sjá svo um að nauðsynlegt viðhald á Deiglunni og gestavinnustofunni verði sinnt.
Opna Grafíkverkstæðið.
Enn stendur allt fast varðandi bæinn og liggur nú fyrir ósk um að fá að gera nauðsynlegar breytingar á Deiglunni til að koma upp vask og vaskaborði og föstu vinnuborði í rýminu þar sem lofthæð er minni. Einnig er ósk um lagfæringar til að bæta sýningaraðstöðu og aðra notkun fyrir menningarstarfsemi í Deiglunni. Beiðnin var send nú síðast í byrjun apríl.
Í tengslum við afmælisdagskrána verða haldin tvö Opið verkstæði, þar sem listamönnum og öðrum áhugasömum verður boðið að nýta sér aðstöðuna.
Afmælisdagskrá
Dagsrá í tilefni afmælis Gilfélagsins er fyrirhuguð núna í haust í september til nóvember.
Verður boðið upp á:
Heita fimmtudaga 2. September og 21. október.
Tilraunakvöld 29. september, 27. október og 10. nóvember.
Sögusýningu 8. til 21. október.
Opið verkstæði 4. september og 6. nóvember.
30. nóvember er afmælisdagur Gilfélagsins, sem var stofnað þennan dag 1991.